Átthagafélag Sléttuhrepps í Reykjavík | 18/01/2016

Ţorrablót Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík 2016

Hið árlega þorrablót Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík verður haldið laugardaginn 23. janúar í Restaurant Reykjavík, Vesturgötu 2.


Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til stjórnar í tölvupósti, netfang 
reykjavik@slettuhreppur.is

Verðið er kr. 7.000 kr. á manninn. Best er að borga miðann með því að leggja inn á reikning félagsins: 0116-26-003591, kt. 480182-0149 og setja Þorrablót 2016 í skýringu.


Dagskrá:
 
Húsið opnað kl. 19:00
Borðahald hefst c.a. kl. 20-20:15
 
Formaður býður gesti velkomna og setur þorrablótið
Veislustjóri tekur við
 
Matur
 
Sungið úr söngheftum
 
Ræðumaður kvöldsins, Ingveldur G. Ólafsdóttir, ættuð frá Sæbóli í Aðalvík
 
Minni karla. Á eftir er sungið Táp og fjör og frískir menn
Minni kvenna. Á eftir er sungið Fósturlandsins Freyja
 
Skemmtiatriði
 
Happadrætti 
 
Sungið meira úr söngheftum
 
Plötusnúður spilar fyrir dansi fram eftir kvöldi
Átthagafélag Sléttuhrepps á Ísafirđi | 05/01/2016

Ađalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps á Ísafirđi

Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps á Ísafirði, verður haldinn í Sigurðarbúð sunnudaginn 17. janúar kl. 15:00. Venjuleg aðalfundarstörf.

 

Átthagafélag Sléttuhrepps í Reykjavík | 30/12/2015

Ađalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík

Aðalfundur félagsins verður haldinn sunndaginn 17. janúar 2016, klukkan 15:00 í sal Samiðnar, Borgartúni 30, 6. hæð.


Meira
Landeigendafélag Sléttu- og Grunnavíkurhrepps | 09/07/2015

Eigendur smáhýsa ađ Látrum í Ađalvík

Ísafjarðarbær kallar eftir því að þeir sem gera tilkall til smáhýsa sem nýlega voru reist að Látrum í Aðalvík gefi sig fram við Ísafjarðarbæ 1. september nk. og geri grein fyrir framkvæmdunum. Eftir þann tíma áskilur sveitarfélagið sér rétt til aðgerða.


Meira
Landeigendafélag Sléttu- og Grunnavíkurhrepps | 09/06/2015

Málţing í tilefni 40 ára afmćlis friđlýsingar friđlandsins á Hornströndum


Umhverfisstofnun í samvinnu við Landeigendafélag Sléttu- og Grunnavíkurhrepps, Ísafjarðarbæ og hagsmunaaðila heldur opið málþing til að fagna 40 ára afmæli friðlandsins á Hornströndum. Málþingið fer fram föstudaginn 12. Júní kl. 10:00 -13:00, í sal Edinborgarhússins, Ísafirði Meira
Vefumsjón