Landeigendafélag Sléttu- og Grunnavíkurhrepps | 21/04/2015

Hreinsunarátak á Hornströndum 2015

Gert verður hreinsunarátak á Hornströndum laugardaginn 23. maí. Svipað átak var gert snemma sumars í fyrra og þótti takast með eindæmum vel. Aragrúi af plastrusli sem lent hefur í sjónum endar á þessum slóðum og er talsvert verk að vinna. Í fyrra var hreinsað í Hlöðuvík og Kjaransvík, en að þessu sinni verður farið fyrir Horn og hreinsað í Látravík við Hornbjargsvita og eins langt suður eftir og mannskapur og tími leyfa (Hrollaugsvík, Smiðjuvík, Barðsvík, Bolungarvík).


Meira
Landeigendafélag Sléttu- og Grunnavíkurhrepps | 20/04/2015

Ađalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps 4. maí 2015

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps verður mánudaginn 4. maí 2015 í fundarsal Nýherja hf, Borgartúni 37 Reykjavík. Fundurinn hefst kl. 17:00.

 

Dagskrá er skv. lögum félagsins:

 1. Skýrsla stjórnar.
 2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar.
 3. Lagabreytingar.
 4. Stjórnarkjör.
 5. Kjör tveggja endurskoðenda til 2ja ára í senn og tveggja til vara.
 6. Tekin ákvörðun um árgjald til félagsins.
 7. Önnur mál.

Að loknum venjubundnum aðalfundarstörfum mun Jón Björnsson, formaður Hornstrandanefndar, kynna nýjan landvörð, ræða um málefni Hornstrandafriðlands og svara spurningum fundarmanna.

Átthagafélag Sléttuhrepps á Ísafirđi | 23/01/2015

Ţorrablót Átthagafélags Sléttuhrepps á Ísafirđi

Þorrablót Átthagafélags Sléttuhrepps á Ísafirði verður í félagsheimilinu í Hnífsdal, laugardaginn 14.febrúar.

Húsið opnar kl. 19:30 - borðhald hefst kl. 20:00.

Rúta frá Hnífsdal til Ísafjarðar að loknu blóti kl. 2:00.

 

Miðaverð er 3000 kr.

Miðsala

 • Miðasala í Bræðraborg - Ísafirði - 

Miðapantanir

 • Lísbet, s.697-4833,
 • Guðný, s.899-0743
 • Andrea, s.848-2068
Átthagafélag Sléttuhrepps í Reykjavík | 16/01/2015

Ţorrablót Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík

Hið árlega þorrablót Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík verður haldið laugardaginn 24. janúar í Restaurant Reykjavík, Vesturgötu 2.


Ræðumaður kvöldsins er Unnur Berglind Friðriksdóttir frá Látrum, veislustjóri er Alma María Rögnvaldsdóttir frá Þverdal.


Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til stjórnar í tölvupósti, netfang reykjavik@slettuhreppur.is
Verðið er kr. 6.700 kr. á manninn. Best er að borga miðann með því að leggja inn á reikning félagsins: 0116-26-003591, kt. 480182-0149 og setja Þorrablót 2015 í skýringu.


Meira
Átthagafélag Sléttuhrepps á Ísafirđi | 02/01/2015

Ađalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps á Ísafirđi 2015

Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps á Ísafirði, verður haldinn í Sigurðarbúð, sunnudaginn 11. janúar, kl. 15:00.
 
Venjuleg aðalfundarstörf.
 
Stjórnin
Vefumsjón