Átthagafélag Sléttuhrepps | 20/06/2016

Messuferđ og ball í Ađalvík 25. júní

Átthagafélög Sléttuhrepps í Reykjavík og á Ísafirði að standa fyrir messuferð að Stað í Aðalvík, laugardaginn 25. júní n.k. Undanfarin sumur hefur mikil vinna verið lögð í að lagfæra kirkjuna og er hún nú orðin hin glæsilegasta. Athöfnin hefst kl. 14:00. 

 
Að messu lokinni verður kirkjugestum boðið í kaffi á prestssetrinu. Um kvöldið verður svo dansað og sungið í gamla skólanum og hefst fjörið um kl. 20. 
 
Ferðir verða frá Ísafirði á laugardeginum, kl. 9:00 og til baka frá Sæbóli kl. 23:30. 
 
Boðið verður upp á ferð frá Látrum á laugardagsmorgni og til baka um kvöldið, áður en báturinn fer til Ísafjarðar.
 
Einnig verður boðið upp á ferð til Ísafjarðar frá Sæbóli sunnudaginn 26. júní með báti sem fer frá Sæbóli kl. 19, ef a.m.k. 12 bóka sig.
 
Verð:
Látrar - Sæból
  • 4.000 kr. önnur leið.
 
Fargjald 25. og 26. júní:
  •  13 ár og eldri: 8.910 önnur leið.
  •  6-12 ára fá 50% afslátt.
  • Yngri en 6 ára borga ekki.
 
 
Mikilvægt er að fólk bóki ferðir sem fyrst hjá Vesturferðum í síma 456-5111, sérstaklega þeir sem ætla sér að nýta ferðina á sunnudeginum.

Einnig er mikilvægt að þeir sem ætla sér að nýta flutning á milli Látra og Sæbóls láti vita hjá Vesturferðum.
 

Áætlunarferðir til og frá Aðalvík eru þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga frá Ísafirði. Nánari upplýsingar um áætlunarferðir veita Vesturferðir, sími 456-5111

 
 
Landeigendafélag Sléttu- og Grunnavíkurhrepps | 10/06/2016

Ársskýrsla Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps 2015-2016

Landeigendafélag Sléttu- og Grunnavíkurhrepps | 19/05/2016

Hreinsunarferđ í Furufjörđ

Horft yfir Furufjörđ
Horft yfir Furufjörđ

Hreinsunarferð verður farin í friðland Hornstranda um helgina (20.05 – 21.05) Ferðin verður með talsvert öðru sniði en áður og að þessu sinni er ætlunin að keyra hreinsunina áfram á minni mannskap með lengri viðveru en áður. Ástæðan er einföld, að þessu sinni verður hreinsað á hinum eiginlegu Hornströndum, þ.e.a.s. austan Horns, og er um langan veg að fara. Siglt verður í Hrafnfjörð seinnipart föstudags og gengið yfir Skorarheiði í Furufjörð þar sem hafist verður handa strax um kvöldið áður en gengið verður til náða. Á laugardaginn mun síðan varðskip Landhelgisgæslunnar taka það rusl sem safnast og ef vel gengur farið á fleiri staði í ruslatínslu áður en siglt verður með varðskipi Gæslunnar til Ísafjarðar um kvöldið. 


Þeir sem hafa brennandi áhuga á að vera með eru beðnir um að hafa samband við Hálfdán Bjarka Hálfdánsson hjá Ísafjarðarbæ (upplysingafulltrui@isafjordur.is) sem heldur utan um skráningu, en takmarkað pláss er í ferðina og gæti því miður svo farið að afþakka þurfi gott boð um aðstoð. Matur og gisting verða í boði, en gert er ráð fyrir að þátttakendur taki með sér svefnpoka og eitthvað að maula yfir daginn. 

Átthagafélag Sléttuhrepps í Reykjavík | 18/05/2016

Messa og kirkjukaffi í Áskirkju sunnudaginn 22. maí

Hin árlega messa Átthagafélagsins verður í Áskirkju sunnudaginn 22. maí n.k. kl. 14:00 og kaffi í safnaðarheimilinu á eftir. Þar ætlum við að eiga notalega stund saman í kirkjunni og í safnaðarheimilinu á eftir messu.

 

Kaffið kostar 1.500 kr. á mann. Vinsamlegast greiðið með reiðufé eða hafið kvittun úr heimabanka 0116-26-003591, kt. 480182-0149.

 

Fjölmennum og tökum með okkur gesti. Vinsamlegast látið þetta fréttast meðal félagsmanna og ættingja.

 

Ræðumaður verður Kristín Bjarnadóttir, ættuð frá Hesteyri.

Landeigendafélag Sléttu- og Grunnavíkurhrepps | 10/05/2016

Ađalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps 2016

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps verður haldinn þriðjudaginn 24. maí kl. 17.00 á 6. hæð Borgartúni 30, Reykjavík, húsnæði Samiðnar. Dagskrá er skv. lögum félagsins. 


 


Að loknum venjubundnum aðalfundarstörfum mun Jón Smári Jónsson, umsjónarmaður Hornstrandafriðlands og formaður Hornstrandanefndar ræða málefni friðlandsins og svara spurningum fundarmanna.


Meira
Vefumsjón