Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík 2014

Frá aðalfundi 2013
Frá aðalfundi 2013
Aðalfundur félagsins verður haldinn sunndaginn 26. janúar 2014, klukkan 15:00 í sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1 - gengið inn frá Ármúla, 1. hæð.
 
Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf:
  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykkis.
  3. Kosning formanns.
  4. Kosning gjaldkera, ritara og 3 meðstjórnenda.
  5. Kosning 2 skoðunarmanna reikninga.
  6. Ákvörðun tekin um árgjald félagsins.
  7. Önnur mál.
 
Stjórn félagsins mun leggja fram eftirfarandi breytingatillögu við lög félagsins.
„Ný gr. er verði 9. gr.
Stjórn Átthagafélags Sléttuhrepps  er heimilt að starfrækja Minningarsjóð Staðarkirkju. Tilgangur sjóðsins er að halda við eignum í umsjá félagsins. Stjórn skal gera grein fyrir rekstri sjóðsins á aðalfundi.
Núverandi 9. gr. verði 10. gr.“
 
Félagsmenn eru hvattir til að mæta á aðalfundinn. Boðið verður upp á kaffiveitingar. 
 
Til sölu verður diskurinn Átthagar með heimildarmynd sem tekin var 1975 í messuferð í Staðarkirkju í Aðalvík. 
Nánar: www.slettuhreppur.is/atthagafelag_slettuhrepps/frettir_fra_atthagafelaginu/Ny_DVD_mynd_Atthagar/
 
 
Þorrablótið verður haldið laugardaginn 1. febrúar 2014 í Restaurant Reykjavík, nánar auglýst síðar.