Loading...

Fréttir frá Átthagafélaginu

Leynist hjá þér eða þínum gamalt myndefni úr Sléttuhreppi?

Átthagafélag Sléttuhrepps í Reykjavík óskar eftir að fá gamlar videó-upptökur frá Sléttuhreppi. Ekki skiptir máli hvort hljóð sé á upptökunni eða ekki. Þeir sem eiga gamlar videó-uppökur eru beðnir um að setja sig í samband við stjórn félagsins, netfang: reykjavik@slettuhreppur.is.

Ef efnið er áhugavert mun Átthagafélagið semja við Myndbandavinnsluna um afritun þess á stafrænt formi. Átthagafélagið eða eigandi efnis fer þá með filmuna í Myndbandavinnsluna sem tekur afrit af henni á DV-master spólu og DVD diska. Átthagafélagið mun halda eftir DV-master spólunni og DVD disk, en eigandi filmunnar fær hana til baka og 1 DVD disk með efninu á filmunni.

Átthagafélagið mun greiða þann kostnað sem þessu fylgir.

Markmið Átthagafélagsins er að safna saman efni til varðveislu úr hinum forna Sléttuhreppi og ef nægt efni fæst gefa út DVD-safndisk með því sem markverðast er.

Þorrablót Átthagafélagana

[mynd 3 h]Þorrablót Átthagafélaga Sléttuhrepps voru haldin í febrúar, í Reykjavík þann fimmta og á Ísafirði þann nítjánda. Góð mæting var á þorrablótin, 150-170 manns mættu á hvort þorrablót. Mikið fjör var og Sléttuhreppingar skemmtu sér vel.  

Nánar ›

Aðalvík - myndir frá Aðalvík (DVD diskur)

Guðbergur Davíðsson gaf út fyrir um 15 árum myndbönd með myndum frá Aðalvík. Guðbergur endurútgaf myndböndin fyrir nokkrum árum á DVD disk sem Átthagafélagið býður nú til sölu. Verðið er 2.500 kr. og rennur ágóðinn í kirkjusjóð átthagafélagana. Kirkjusjóðurinn fjármagnar m.a. viðhald á Staðarkirkju, prestbústaðnum og viðhaldi kirkjugarðsins.

Nánar ›

Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík 16. janúar 2011, klukkan 16:00

Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík verður haldinn sunndaginn 16. janúar 2011, klukkan 16:00 í Brautarholti 4A, 2. hæð. Venjuleg aðalfundarstörf. Kynning á Landeigendafélagi Sléttu- og Grunnavíkurhrepps. Myndsýning frá kirkjuviðgerðum og kirkjuferð. Kaffiveitingar.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta.

Nánar ›

Vel heppnuð messuferð

Átthagafélag Sléttuhrepps á Ísafirði og í Reykjavík stóðu fyrir messuferð í Staðarkirkju í Aðalvík 17. júlí 2010. Var margmenni í messunni, 129 skrifuðu sig í gestabókina í prestsetrinu. Séra Agnes M. Sigurðardóttir prestur í Bolungarvík messaði og henni til aðstoðar var séra Hulda Hrönn Helgadóttir prestur í Hrísey. Að lokinni messu fóru kirkjugestir í prestsetrið þar sem boðið var upp á kaffi og kökur. Um kvöldið var brenna í fjörunni við skólann og ball í skólanum á eftir.

Félaginu hafði borist að gjöf 50 númeraðar könnur með mynd af kirkjunni. Var það Merkt ehf. sem gaf svona rausnarlega. Könnurnar voru seldar á ballinu og rann ágóðinn í kirkjusjóð Átthagafélagana. Könnur númer 1 og 50 voru boðnar upp sérstaklega.