Frestur til að senda ábendingar vegna stjórnunar- og verndaráætlunar rennur út 17. júlí

Undanfarið hafa fulltrúar Umhverfisstofnar, landeigenda og sveitafélags unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið á Hornströndum. Drög að áætluninni hafa legið fram til kynningar síðustu vikur.

Frestur til að skila inn athugasemdum og ábendingum er til 17. júlí nk. Hægt er að skila inn athugasemdum á heimasíðu stofnunarinnar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða með því að senda póst til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Þórdís Björt Sigþórsdóttir, thordis.sigthorsdottir@umhverfisstofnun.is eða Kristín Ósk Jónasdóttir, kristin.jonasdottir@umhverfisstofnun.is eða í síma 591-2000.

Í nóvember voru haldnir opnir fundir á Ísafirði og fundur með landeigendum í Reykjavík um stjórnunar- og verndaráætlun. Samantekt frá samráðsfundum.