Minnisblað Ísafjarðarbæjar um breytingar á friðlandi Hornstranda

Á fundi bæjarráðs Ísafjarðarbæjar 29. apríl 2014 var formanni umhverfisnefndar, Albertínu F. Elíasdóttur, og bæjarritara, Þórdísi Sigurðardóttur, falið að fara yfir ferðir vélknúinna ökutæja og flugfara á friðlandi Hornstranda. Málið var tilkomið vegna fyrirætlana Norðuflugs að hefja þyrluflug um friðlandið.

Tillögur í minnisblaðinu voru samþykktar á fundi bæjarráðs og í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar.

 

Nr. ákv.

Núverandi ákvæði

Tillaga Ísafjarðarbæjar

1

Mannvirkjagerð öll, jarðrask og önnur breyting á landi, svo og undan landi allt að 60 föðmum (115m) frá stórstraumsfjörumáli, er háð leyfi [Umhverfisstofnunar].

Mannvirkjagerð öll, jarðrask og önnur breyting á landi, svo og undan landi allt að 1 sjómílu frá grunnlínu, er háð leyfi Umhverfisstofnunar.

2

Umferð vélknúinna farartæka utan vega og merktra slóða er bönnuð, nema leyfi [Umhverfisstofnunar] komi til.

Umferð vélknúinna farartækja, þar á meðal snjóbíla og vélsleða, utan vega og merktra slóða er bönnuð, allan ársins hring, nema leyfi Umhverfisstofnunar komi til.

   

Flug neðan 3.000 feta hæðar yfir friðlandinu er óheimilt. Bannað er að lenda flugförum utan merkta lendingarstaða.

Minnisblað til bæjarráðs Ísafjarðarbæjar frá Þórdísi Sigurðardóttur og Albertínu. F. Elíasdóttur