Loading...

Á döfinni

Messa og kirkjukaffi í Áskirkju sunnudaginn 22. maí

Hin árlega messa Átthagafélagsins verður í Áskirkju sunnudaginn 22. maí n.k. kl. 14:00 og kaffi í safnaðarheimilinu á eftir. Þar ætlum við að eiga notalega stund saman í kirkjunni og í safnaðarheimilinu á eftir messu.

 

Kaffið kostar 1.500 kr. á mann. Vinsamlegast greiðið með reiðufé eða hafið kvittun úr heimabanka 0116-26-003591, kt. 480182-0149.

 

Fjölmennum og tökum með okkur gesti. Vinsamlegast látið þetta fréttast meðal félagsmanna og ættingja.

 

Ræðumaður verður Kristín Bjarnadóttir, ættuð frá Hesteyri.

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps 2016

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps verður haldinn þriðjudaginn 24. maí kl. 17.00 á 6. hæð Borgartúni 30, Reykjavík, húsnæði Samiðnar. Dagskrá er skv. lögum félagsins:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar.
  3. Lagabreytingar
  4. Stjórnarkjör.
  5. Kjör tveggja endurskoðenda til 2ja ára í senn og tveggja til vara.
  6. Tekin ákvörðun um árgjald til félagsins.
  7. Önnur mál.

Að loknum venjubundnum aðalfundarstörfum mun Jón Smári Jónsson, umsjónarmaður Hornstrandafriðlands og formaður Hornstrandanefndar ræða málefni friðlandsins og svara spurningum fundarmanna.