Loading...

Forsíða

Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík 20. janúar 2019

Aðalfundur félagsins verður haldinn sunnudaginn 20. janúar 2019, klukkan 15:00 í sal
Samiðnar, Borgartúni 30, 6 hæð.

Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2.  Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykkis.
  3. Kosning formanns.
  4. Kosning gjaldkera, ritara og 3 meðstjórnenda.
  5. Kosning 2 skoðunarmanna reikninga.
  6. Ákvörðun tekin um árgjald félagsins.
  7. Önnur mál.

Félagsmenn eru hvattir til að mæta á aðalfundinn. Boðið verður upp á kaffiveitingar. 

Frestur til að senda ábendingar vegna stjórnunar- og verndaráætlunar rennur út 17. júlí

Undanfarið hafa fulltrúar Umhverfisstofnar, landeigenda og sveitafélags unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir friðlandið á Hornströndum. Drög að áætluninni hafa legið fram til kynningar síðustu vikur.

Frestur til að skila inn athugasemdum og ábendingum er til 17. júlí nk. Hægt er að skila inn athugasemdum á heimasíðu stofnunarinnar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða með því að senda póst til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Þórdís Björt Sigþórsdóttir, thordis.sigthorsdottir@umhverfisstofnun.is eða Kristín Ósk Jónasdóttir, kristin.jonasdottir@umhverfisstofnun.is eða í síma 591-2000.

Í nóvember voru haldnir opnir fundir á Ísafirði og fundur með landeigendum í Reykjavík um stjórnunar- og verndaráætlun. Samantekt frá samráðsfundum.

Nánar ›

Sléttu- og Grunnavíkurhreppur í Vestfjarðarriti VI

Björgvin Bjarnason óskar eftir myndum af bæjum og bæjarstæðum og aðstoð við skrif um hreppana. Meðfylgjandi er erindi Björgvins:

Ágætu Sléttuhreppingar og Grunnvíkingar

Undirritaður hefur tekið að sér fyrir Búnaðarsamband Vestfjarða að hafa umsjón með útgáfu Vestfjarðarits VI sem á að ná yfir Norður-Ísafjarðarsýslu. Áformað er að bókin verði með svipuðu sniði og bækurnar um Vestur-Ísafjarðarsýslu og Austur- og Vestur-Barðastrandasýslur. Í upphafi almennur kafli um sýsluna í heild en síðan sér kafli um hvern hinna 9 hreppa sem voru á svæðinu.

Í upphafi kaflans um hvern hrepp verði stutt ágrip um hreppinn ca. 2-5 bls. En síðan verði litmynd, helst nýleg, af hverjum bæ eða bæjarstæði ásamt myndum af síðust ábúendum eða þeim sem lengi hafa búð ef myndir verða tiltækar. Þá veður mjög stutt lýsing á staðsetningu jarðarinnar og síðan yfirlit yfir ábúendur á 20 öldinni.

Mikið af þeim heimildum sem vantar eru tiltækar í Sléttuhreppur áður Aðalvíkursveit.

Það sem undirritaðan vantar eru nýjar eða nýlegar litmyndir af bæjum og bæjarstæðum og aðstoð við yfirferð og/eða skrif um hreppinn og ábúendur.

Með von um að einhver sé fús til aðstoðar sendi ég þetta bréf.

Björgvin Bjarnason
s. 8440179 bb@bolungarvik.is

Opnir fundir vegna kynningar á stjórnunar- og verndaráætlun Hornstrandafriðlands

Haldnir verða opnir fundir vegna kynningar á stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Hornstrandir. Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér málin betur eru velkomnir.

  • Fimmtudaginn 14. júní klukkan 16:30 á Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík – Loftið.
  • Fimmtudaginn 21. júní klukkan 20:30 í Háskólasetrinu á Ísafirði.

Nánari upplýsingar og drög að stjórnunar- og verndaráætlun.

Í nóvember voru haldnir opnir fundir á Ísafirði og fundur með landeigendum í Reykjavík um stjórnunar- og verndaráætlun. Samantekt frá samráðsfundum.

Frestur til að skila inn athugasemdum og ábendingum er til 17. júlí nk. Hægt er að skila inn athugasemdum á heimasíðu stofnunarinnar, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða með því að senda póst til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. Nánari upplýsingar veitir Þórdís Björt Sigþórsdóttir, thordis.sigthorsdottir@umhverfisstofnun.is eða Kristín Ósk Jónasdóttir, kristin.jonasdottir@umhverfisstofnun.is eða í síma 591-2000.

Upplýsingabæklingur til landeigenda og húsafólks á Hornströndum

Umhverfisstofnun og Landeigendafélagið hafa nú tekið saman upplýsingar er varða friðlandið á Hornströndum, landeigendum til upplýsinga.

Er hér að finna upplýsingar um landvörsluna í sumar, um reglur friðlandsins og ýmsar ábendingar. Er það von okkar að lesendur hafi gagn og gaman af.

Þar sem hér er um tilraun að ræða, tökum við þakklát við ábendingum um efni sem eigi heima í upplýsingapakka sem þessum.

Upplýsingabæklingurinn

Undir „Friðlandið“ er einnig upplýsingasíða um landvörslu 2018.