Loading...

Þjóðsögur og sagnir úr Grunnavíkurhreppi

Björn í Bjarnarnesi

Bjarnarnes
Bjarnarnes

Geirmundur heljarskinn átti eitt útibú sitt á Ströndum,austan Horns. Ármaður hans,sá er bú það varðveitti,hét Björn. Tók bólstaðurinn nafn af honum og hét Bjarnarnes. Bjarnarnes var í seinni tíma,lítil jörð,en líklegt er að því hafi fylgt til forna Látravík og Almenningur á Hornbjargi,líkt og landamerki voru milli Horns og Látravíkur.


Munnmæli herma,að Björn hafi verið dæmdur sekur á Alþingi um  sauðatöku,nokkru eftir lát Geirmundar heljarskinns. Hafi Björn eignast búið,er Geirmundur lést og orðið uppgangsmaður,enda gengið fast á fé þeirra Hornstrendinga.


Sem skaðabætur fyrir sauðatökuna var land Björns dæmt almenningur,þ.e. almenningseign, og mun hafa náð yfir land Bjarnarness,Látravíkur og mestan part Hornsbjargs. Hélst það lengi síðan,að land þetta væri almenningur.