Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps 27. maí 2013
Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps verður haldinn mánudaginn 27. maí kl. 17.00 í Borgartúni 37 Reykjavík, húsnæði Nýherja. Dagskrá er skv. lögum félagsins:
- Skýrsla stjórnar.
- Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar.
- Lagabreytingar.
- Stjórnarkjör.
- Kjör tveggja endurskoðenda til 2ja ára í senn og tveggja til vara.
- Tekin ákvörðun um árgjald til félagsins.
- Önnur mál.
Að loknum venjubundnum aðalfundarstörfum mun Jón Björnsson landvörður ræða um málefni Hornstrandafriðlands og svara spurningum fundarmanna.
Tillaga til lagabreytingar
Í stað orðsins „endurskoðenda“ í 5. gr. komi „skoðunarmanna reikninga“.