Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps 27. maí 2013

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps verður haldinn mánudaginn 27. maí kl. 17.00 í Borgartúni 37 Reykjavík, húsnæði Nýherja. Dagskrá er skv. lögum félagsins:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar.
  3. Lagabreytingar.
  4. Stjórnarkjör.
  5. Kjör tveggja endurskoðenda til 2ja ára í senn og tveggja til vara.
  6. Tekin ákvörðun um árgjald til félagsins.
  7. Önnur mál.

Að loknum venjubundnum aðalfundarstörfum mun Jón Björnsson landvörður ræða um málefni Hornstrandafriðlands og svara spurningum fundarmanna.

Tillaga til lagabreytingar

Í stað orðsins „endurskoðenda“ í 5. gr. komi „skoðunarmanna reikninga“.