Aðalfundur og kynningarfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps

Kynningarfundur 16. maí

Kynningarfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps verður haldinn 16. maí kl. 17 í sal Flugvirkjafélags Íslands í Borgartúni 22. Á fundinum verður m.a. farið yfir

  • Stöðu þjóðlendumála
  • Skipulagsmál, núgildandi aðalskipulag rennur út 2020
  • Stjórnunar- og verndaráætlun

Aðalfundur 23. maí

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps verður haldinn fimmtudaginn 23. maí kl. 20.00 í sal Garðyrkjufélagsins, Síðumúla 1 - gengið inn frá Ármúla

Dagskrá er skv. lögum félagsins:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar.
  3. Lagabreytingar
  4. Stjórnarkjör.
  5. Kjör tveggja skoðunarmanna til 2ja ára í senn og tveggja til vara.
  6. Tekin ákvörðun um árgjald til félagsins.
  7. Önnur mál.

Tillögur til lagabreytinga frá lagabreytinganefnd verða settar á vef félagsins viku fyrir aðalfund.