Flotbryggjan kom á sinn stað á Hesteyri
Þriðjudaginn 12. júní fóru Sjóferðir í árlega ferð til að koma fyrir flotbryggju á Hesteyri. Flotbryggjan auðveldar farþegum að komast frá borði og um borð í báta.
Það voru þeir Hafsteinn Ingólfsson, Hermann Siegle og Jón Björnsson sem fóru í ferðina og komu flotbryggjunni fyrir. Eftir að búið var að festa bryggjuna á sínum stað tók Hafsteinn sig til og kafaði í kringum bryggjuna. Hann athugaði festingar sem halda henni í réttri stefnu og skoðaði hvort eitthvað væri á botninum við bryggjuna sem gæti valdið skemmdum á bátum.