Minkur er ekki friðaður í Hornstrandafriðlandi

Frá landverði Hornstrandafriðlands

Ágætu landeigendur, sumarhúsafólk

Af og til sést minkur í friðlandinu, ekki síst í grennd við stöðuvötn. Gott væri að fá upplýsingar um minka, fjölda þeirra, dagsetningu og stað. Eins væri gott að fá upplýsingar um lúpínu í friðlandinu. Minkur er ekki friðaður í friðlandinu líkt og sumir telja. Hann telst til framandi tegunda líkt og lúpínan.

Upplýsingar má senda á Jón Björnsson, netfang jonb@ust.is.