Tæming rotþróa
Gámaþjónusta Vestfjarða hefur þróað lausn til að tæma rotþrær þegar ekki er hægt að komast að þeim með bíl. Á dögunum var farið norður í Hornvík til að hreinsa rotþrær á tjaldstæðinu við Höfn og við Stígshús á Horni. Það voru þeir Hagalín, Ragnar, Sveinn, Jóhann Örn og Jón Björnsson landvörður sem sigldu á Rostungi ÍS 21. Fyrst var farið inn að Höfn til að dæla úr rotþrónni við tjaldstæðið. Á meðan farið var í land með tæki og búnað var mikil spenna í mannskapnum hvort þetta væri hægt eða ekki. Búnaðurinn var settur upp og dæling hófst. Allt gekk eins og í sögu og eftir um tvo tíma var búið að dæla úr rotþrónni hjá Jóni landverði. Það kom reyndar í ljós að dauðir fuglar höfðu verið settir í þrónna til að auka rotnun og komust þeir ekki í gegnum dæluna.
Þá lá leiðin yfir að Horni og tekið var til við að dæla úr þrónni við Stígshús. Sú þró er öllu eldri og var erfiðara við að eiga en það tókst að lokum og var húskarlinn (Hagalín) í sjöunda himni þegar allt var orðið hreint og fínt. Hagalín bauð svo upp á grill og rauðvín á eftir eins og hans er von og vísa.
Var mat manna að búnaðurinn virki ljómandi vel. Það er hins vegar mikið atriði að ekki líði of langur tími á milli hreinsana því að það getur kallað á tjón, t.d. getur lögnin úr húsinu stíflast og getur það haft mikið vesen í för með sér á jafn afskektum stöðum t.d að það stíflist lögnin að húsinu það gæti verið meiriháttar vesen á þessum stöðum. Nánir upplýsingar veitir Gámaþjónusta Vestfjarða, sími: 456 3710, netfang: ragnar (hjá) gamarvest.is
Af hverju þarf að tæma rotþrær? Ef rotþró er ekki tæmd reglulega getur safnast fyrir í henni föst efni, botnfall og flotlag (seyra), sem ekki rotna. Þessi föstu efni skerða rúmmál rotþróar sem nýtist til að brjóta niður örverur. Hætta er þá á að rotþró fyllist og þá getur skólp flætt út í jarðveginn eða jafnvel myndað polla á yfirborði.
Mælt er með að rotþró sé tæmd á tveggja til þriggja ára fresti.
Nánir upplýsingar um tæmingu rotþróa eru á vef Umhverfisstofnunnar.