Loading...

Á döfinni

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps 2025

Aðalfundur Landeigendafélags Sléttu- og Grunnavíkurhrepps verður haldinn mánudaginn 19. maí kl. 18:00 í sal Flugbjörgunarsveitarinnar Reykjavík, Flugvallarvegi 7, 102 Reykjavík.

Salurinn er á 1. hæð og eru bílastæði fyrir framan hús. Húsið er miðja vegu milli Valsheimilisins og Hótels Loftleiða

Dagskrá er skv. lögum félagsins:

  1. Skýrsla stjórnar.
  2. Lagðir fram endurskoðaðir ársreikningar.
  3. Lagabreytingar
  4. Stjórnarkjör.
  5. Kjör tveggja skoðunarmanna til 2ja ára í senn og tveggja til vara.
  6. Tekin ákvörðun um árgjald til félagsins.
  7. Önnur mál.

Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar.

Hornstranda-PubQuiz – friðlandið 50 ára


Í tilefni 50 ára afmælis Hornstrandafriðlands og málþings sem haldið verður á Ísafirði þann 23. maí nk. verður jafnframt efnt til sameiginlegrar kvöldstundar fyrir alla þá sem njóta þess að eiga tengingu við svæðið.

Hittumst í Dokkunni um klukkan 20 og kl. 20:30 hefst svo æsispennandi Pub Quiz, sem afkomendur fyrrum íbúa svæðisins munu sjá um. Spurningahöfundar og spyrlar verða þau Harpa og Kristín Þóra Henrýsdætur (Sæból og Horn) og bræðrabörnin Lísbet Harðardóttir og Hálfdán Bjarki Hálfdánarson (Fljótavík).