Björgin þau sungu - afmælismálþing í tilefni 50 ára afmælis Hornstrandafriðlands

Í tilefni þess að 50 ár eru um þessar mundir síðan stofnað var til Friðlands á Hornströndum, efnir Hornstrandanefnd til afmælismálþings á Ísafirði föstudaginn 23. maí, milli klukkan 15 og 18.
 
Á dagskránni eru nokkur stutt erindi og umræður er líta að náttúrufari og þýðingar friðunarinnar á það, til samfélags fólksins og sögu þess sem og skipulags og framtíðarsýnar.
 
Aðgangur að málþinginu er endurgjaldslaus og öllum heimill. Boðið verður upp á kaffiveitingar.
 
Um kvöldið verður efnt til kvöldvöku á Dokkunni þar sem gestum gefst tækifæri á að spreyta sig í þekkingu á Hornströndum í PubQuiz.
 
Nánari dagskrá verður send út mjög fljótlega á viðburðasíðu á Facebook.
Hornstrandanefnd er skipuð fulltrúum Landeigendafélags Sléttu – og Grunnavíkurhrepps, Ísafjarðarbæjar og Náttúruverndarstofnunar.