Loading...

Á döfinni

Björgin þau sungu - afmælismálþing í tilefni 50 ára afmælis Hornstrandafriðlands

Í tilefni þess að 50 ár eru um þessar mundir síðan stofnað var til Friðlands á Hornströndum, efnir Hornstrandanefnd til afmælismálþings á Ísafirði föstudaginn 23. maí, milli klukkan 15 og 18.
 
Á dagskránni eru nokkur stutt erindi og umræður er líta að náttúrufari og þýðingar friðunarinnar á það, til samfélags fólksins og sögu þess sem og skipulags og framtíðarsýnar.
 
Aðgangur að málþinginu er endurgjaldslaus og öllum heimill. Boðið verður upp á kaffiveitingar.
 
Um kvöldið verður efnt til kvöldvöku á Dokkunni þar sem gestum gefst tækifæri á að spreyta sig í þekkingu á Hornströndum í PubQuiz.
 
Nánari dagskrá verður send út mjög fljótlega á viðburðasíðu á Facebook.
Hornstrandanefnd er skipuð fulltrúum Landeigendafélags Sléttu – og Grunnavíkurhrepps, Ísafjarðarbæjar og Náttúruverndarstofnunar.

Hornstranda-PubQuiz – friðlandið 50 ára


Í tilefni 50 ára afmælis Hornstrandafriðlands og málþings sem haldið verður á Ísafirði þann 23. maí nk. verður jafnframt efnt til sameiginlegrar kvöldstundar fyrir alla þá sem njóta þess að eiga tengingu við svæðið.

Hittumst í Dokkunni um klukkan 20 og kl. 20:30 hefst svo æsispennandi Pub Quiz, sem afkomendur fyrrum íbúa svæðisins munu sjá um. Spurningahöfundar og spyrlar verða þau Harpa og Kristín Þóra Henrýsdætur (Sæból og Horn) og bræðrabörnin Lísbet Harðardóttir og Hálfdán Bjarki Hálfdánarson (Fljótavík).