Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps á Ísafirði

Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps á Ísafirði, verður haldinn sunnudaginn 6. janúar 2013, í Sigurðarbúð á Ísafirði. Hefst fundurinn kl. 15:00.

Dagskrá:

  1. Inntaka nýrra félaga
  2. Skýrsla formanns
  3. Skýrsla gjaldkera
  4. Kosning stjórnar
  5. Tillaga að lagabreytingu
  6. Önnur mál

Í lögum félagsins hljóðar 4. grein svo:
Aðalfundur félagsins skal haldinn fyrir lok október ár hvert og er hann löglegur, ef 20 félagsmenn eru mættir. Á aðalfundi skal stjórn félagsins gefa skýrslu um störf félagsins á árinu, og leggja fram endurskoðaða reikninga fyrir s.l. ár til úrskurðar.

Tillaga að lagabreytingu á 4. grein er eftirfarandi:
Aðalfundur félagsins skal haldinn fyrir lok október ár hvert og er hann löglegur, ef löglega er til hans boðað. Á aðalfundi skal stjórn félagsins gefa skýrslu um störf félagsins á árinu, og leggja fram endurskoðaða reikninga fyrir s.l. ár til úrskurðar.

Stjórnin