Loading...

Heimildamyndir

Átthagar

1 af 2

Sumarið 2013 gaf Átthagafélag Sléttuhrepps út DVD diskinn Átthagar. Efnið á diskinum var tekið upp í messuferð árið 1975 af Sigurði Sverri Pálssyni og Jökli Jakobsyni. Þar eru m.a. viðtöl við fólk sem fæddist og bjó í Sléttuhreppi.

 

Diskurinn kostar 3.500 kr. stk. og fæst afhentur í Gróðrarstöðinni Mörk, Stjörnugróf 18, Merkt ehf, Faxafeni 12 og hjá Jónínu Kristinsdóttur, Tjarnargötu 44. Hafið með ykkur reiðufé eða kvittun fyrir innborgun á reikning félagsins: 0116-26-003591, kt. 480182-0149 (sendið tilkynningu á netfangið: reykjavik@slettuhreppur.is). Þeir sem vilja fá diskinn sendan í pósti þurfa að panta hann hjá hjá félaginu, netfang reykjavik@slettuhreppur.is

Aðalvík - myndir frá Aðalvík

Guðbergur Davíðsson gaf út fyrir um 15 árum myndbönd með myndum frá Aðalvík. Guðbergur endurútgaf myndböndin fyrir nokkrum árum á DVD disk sem Átthagafélagið býður nú til sölu. Verðið er 2.500 kr. og rennur ágóðinn í kirkjusjóð átthagafélagana. Kirkjusjóðurinn fjármagnar m.a. viðhald á Staðarkirkju, prestbústaðnum og viðhaldi kirkjugarðsins. Hægt er að panta diskinn hjá stjórn Átthagafélagana: