Frá vinnuferð 2013

Átthagafélög Sléttuhrepps á Ísafirði og í Reykjavík stóðu fyrir vinnuferð að Stað í Aðalvík í sumar. Var farið í nokkrum lotum. Í fyrstu lotu var gamla bíslagið rifið og grafinn skurður fyrir hleðslu fyrir nýtt bíslag. 

Helgina eftir var farið og hafist handa við að hlaða nýtt bíslag. Fyrst var sett frostfrítt lag í skurðinn, þá kom púkk í skurðinn og svo hófst Helgi Sigurðsson hleðslumaður handa við að hlaða undirstöðu fyrir nýja bíslagið.

Þegar hleðslan var tilbúin var hafist handa við að smíða nýtt bíslag. Fjarlægja þurfti bárujárn af húsinu, því nýja bíslagið er eilítið stærra en það gamla. Grindinn reis fljótt og var hún klætt með viði, tjörupappa og bárujárni.

Kirkjugarðurinn var sleginn. Er það þriðja árið í röð sem garðurinn er sleginn. Baðherbergið var málað og einnig í kirkjunni. Seinna var svo reist nýtt sáluhlið við kirkjugarðinn.

Myndir frá vinnuferðum sumarsins.