Messa og kirkjukaffi í Áskirkju 15. maí 2011

Kaffinefnd og stjórn sáu um undirbúning fyrir messukaffi
Kaffinefnd og stjórn sáu um undirbúning fyrir messukaffi
1 af 5

Hin árlega messa og kirkjukaffi Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík fór fram í Áskirkju sunnudaginn 15. maí 2011. Um 110 gestir komu í messuna og kirkjukaffið. Áttu Slétthreppingar ánægjulega stund saman með sveitungum sínum.

Kaffinefnd Átthagafélagsins sá um bakstur á kökum. Stjórn og kaffinefnd röðuðu upp í safnaðarheimilinu og undurbjuggu kirkjukaffið. Brynjólfur Sigurðsson var ræðumaður í messunni.