Messuferð í Aðalvík.

Messugestir 2010 fyrir framan kirkjuna
Messugestir 2010 fyrir framan kirkjuna
1 af 5

Átthagafélög Sléttuhrepps í Reykjavík og á Ísafirði að standa fyrir messuferð að Stað í Aðalvík, laugardaginn 6. júlí n.k. Undanfarin sumur hefur mikil vinna verið lögð í að lagfæra kirkjuna og er hún nú orðin hin glæsilegasta. Athöfnin hefst kl. 14:00. Prestur verður séra Magnús Erlingsson prófastur. 

 
Að messu lokinni verður kirkjugestum boðið í kaffi á prestssetrinu. Um kvöldið verður svo dansað og sungið í gamla skólanum og hefst fjörið um kl. 20. 
 
Ferðir verða frá Ísafirði á laugardeginum, kl. 9:00 og til baka frá Sæbóli kl. 23:30. 
 
Boðið verður upp á ferð frá Látrum á laugardagsmorgni eftir að búið er að setja farþega frá Ísafirði í land á Sæbóli og til baka um kvöldið áður en báturinn fer til Ísafjarðar.
 
Einnig verður boðið upp á ferð til Ísafjarðar frá Sæbóli sunnudaginn 7. júlí með báti sem fer frá Ísafirði kl. 18.
 
Verð:
Látrar - Sæból
  • 4.000 kr. leggurinn - 8.000 kr. báðar leiðir
 
Hringferðagjald fyrir morgunbátinn og kvöldbátinn 6. júlí:
  •  13 ár og eldri: 13.500 fyrir morgunbátinn og kvöldbátinn 
  •  6-12 ára borga 10.500 kr.
 
Sunnudagurinn 7. júlí. 
  • 6.750 fyrir þá sem fóru með messubát á laugardeginum, annars 7.000 kr. Með fyrirvara um að a.m.k. 10 manns bóki sig.
 
Pantanir hjá Vesturferðum í síma 456-5111. Greiða þarf ferðina um leið og bókað er. 
 
Áætlunarferðir til og frá Aðalvík eru þriðjudaga og laugardaga frá Ísafirði og mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá Bolungarvík. Nánari upplýsingar um áætlunarferðir veita: