Síðustu vinnuferð 2011 lokið

Síðustu vinnuferð í Staðarkirkju í Aðalvík er lokið. Í þessari vinnuferð var gengið frá kirkjuturninum, kirkjan máluð að innan, tröppur settar upp og gengið frá gluggum. Þó nokkur fjöldi tók þátt í vinnuferðinni. Smá frágangur er eftir sem fólk víkinni mun sinna, en stefnt er að messu í kirkjunni 17. júlí næstkomandi.