Spurningarkeppni átthagafélaga.

Átthagafélag Sléttuhrepps í Reykjavík hefur ákveðið að taka þátt í spurningakeppni átthagafélaganna á höfuðborgarsvæðinu, 15 félög hafa tilkynnt þátttöku. Fyrir hönd Átthagafélags Sléttuhrepps keppa Harpa Henrýsdóttir, Ólafur Helgi Kjartansson og Þórólfur Jónsson. Gauti Eiríksson kennari frá Stað á Reykjanesi mun sjá um utanumhald, en keppnin gengur út á bjölluspurningar, leik og vísbendingaspurningar. Nánar auglýst síðar.