Tvær vinnuferðir vegna viðgerðar á kirkjunni að Stað í Aðalvík
Eins og þið hafið eflaust frétt þá hefur staðið yfir viðgerð á kirkjunni á Stað í Aðalvík og er það verk langt komið, enda hafa verið vaskir menn þar á ferð undanfarin sumur og staðið sig með miklum sóma.Í sumar er ráðgert að ljúka endurbyggingu kirkjunnar á Stað í Aðalvík. Fyrihugað er að fara í vinnuferð föstudaginn 11. júní n.k.. Tvo 5-6 manna hópa þarf til að klára verkið. Það sem á eftir að gera er málningarvinna innandyra, setja járn á kirkjuna og anddyri hennar ásamt smíði á kirkjutröppum.