Vinnuferð að Stað sumarið 2014

Vinnuferð sumarsins hefur verið ákveðin. Fyrirhugað er að sinna viðhaldi á prestbústaðnum.

Í vinnuferðinni verður haldið áfram með baðherbergið, settir upp kverklistar, málað og gengið frá sturtunni. Einnig er stefnt að því að klára að klæða bíslagið að innan. Kirkjugarðurinn verður jafnframt sleginn.

Vinnuferðin verður farin 19. júní og lýkur 23. júní. Félögin leggja til mat og ferðir til og frá Aðalvík. Áhugasamir hafi samband við Ingva Stígsson, s: 862-0724, netfang: ingvi.stigsson@gmail.com