Loading...

Félagið í Reykjavík

Átthagafélag Sléttuhrepps í Reykjavík

Stofnfundur Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík var haldinn 20. maí 1950 í samkomusal Landssmiðjunnar í Reykjavík.
Reglugleg starfssemi félagsins felst í

  • Þorrablóti félagsins
  • Árlegri messu á höfuðborgarsvæðinu
  • Messuferð í Staðarkirkju í Aðalvík í samvinnu við félagið á Ísafirði

Félögin sinna í sameiningu viðhaldi á skólahúsinu á Sæbóli, kirkjunni og prestsetrinu á Stað. Félögin munu einnig sinna umhirðu kirkjugarðana á Stað í Aðalvík og á Hesteyri.