Loading...

Staðarkirkja í Aðalvík

Staðarkirkja í Aðalvík

Messugestir í messuferð 2010
Messugestir í messuferð 2010
1 af 8

Kirkjan á Stað í Aðalvík var reist 1904 og stendur rétt fyrir utan kirkjugarðinn. Áður hafði staðið í kirkjugarðinum gömul torfkirkja. Kór var bætt við kirkjuna um 1930 og um leið var hún klædd bárujárni. Áður hafði predikunarstólinn staðið fyrir ofan altarið og kirkjan verið klædd lóðréttum borðum að utan. Staðarkirkja er friðuð samkvæmt aldursákvæði þjóðminjalaga.


Áttahagafélög Sléttuhrepps hafa haldið kirkjunni við og notið til þess tilstyrk brottfluttra Sléttuhreppinga, afkomenda þeirra og annarra velunnara. Síðustu endurbótum lauk sumarið 2010.

Fjórða hvert sumar efna Átthagafélögin til messuferðar í Aðalvík. Þá er messað í kirkjunni á Stað, boðið upp á messukaffi í prestsetrinu og um kvöldið er slegið upp dansleik í skólanum.


Saga kirkju í Aðalvík


Kirkjuskrá Páls Jónssonar biskups frá 1200 er elsta heimild um kirkju í Aðalvík. Til er máldagi Aðalvíkurkirkju frá 1286 og þá er eign kirkjunar helmingur í heimalandi.

Staður er bændaeign til 1602 en þá gefur Snæbjörn Torfason jörðina til kirkjunar. Staður er þá kirkjustaður og beneficium eftir það. 

Nýtt kirkjuhús var reist um aldamótin 1600 og stóð til ársins 1848. Þá var það endurbyggt.



Frekari upplýsingar um kirkjuna:
Staðarkirkja í Aðalvík á kirkjukorti