Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps á Ísafirði 2012

Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps, sunnudaginn 6. janúar 2013, kl. 15:00 í Sigurðarbúð
Mættir voru 20.

Dagskrá:

 1. Inntaka nýrra félaga.
 2. Skýrsla formanns
 3. Skýrsla gjaldkera
 4. Kosning stjórnar
 5. Tillaga að lagabreytingu
 6. Önnur mál

Formaður setti fundinn og lagði til að Jósep Vernharðsson yrði fundarstjóri og var það samþykkt samhljóða, og var gengið til dagskrár.

 1. Inntaka nýrra félaga. Aðalheiður Jóhannsdóttir – Horni, Hálfdán Bjarki Hálfdánsson – Fljótavík, Jens Jónsson – Hesteyri, Sæunn Sigurjónsdóttir – Miðvík, Víðir Arnarson – Fljótavík. Þessir nýju félagsmenn voru samþykktir samhljóða. Til viðbótar var Roland Smelt samþykktur félagsmaður.

 2. Skýrsla stjórnar. Andrea flutti skýrslu formanns (sjá viðhengi í fundagerðarbók). Þar kom m.a. fram að þorrablótið gekk vel. Vinnuferð var farin að Stað um Jónsmessuna og var unnið að gerð baðherbergis o.fl. Kirkjugarðurinn var sleginn og enn uppi áætlanir um frekari lagfæringar á honum. Hún ræddi útlán húsa og brunavarnir. Fyrirhugað er að fara messuferð í sumar en dagsetning er ekki ákveðin enn.

 3. Skýrsla gjaldkera. Jón Heimir Hreinsson gerði grein fyrir reikningum félagsins fyrir tímabilið 17.11. 2011 til 05.01. 2013.
  Gjöld voru þessi:

  Húsaleiga v/aðalfundar 

   10.000-
  Póstburðargjöld  7.904-
  Kostnaður v/vinnuferðar 2011 257.469-
  Framlag í Hússjóð  200.000-
  Vefhýsing 2011 og 2012 30.193-
  Fjármagnstekjuskattur  18.497-
  Samtals  524.063-

  Tekjur voru þessar:
  Kaffisjóður 8.000-
  Félagsgjöld  99.850-
  Vextir  92.491-
  Samtals  200.341-

  Gjöld umfram tekjur 323.722-
  Sjóður 11.11.11 2.103.245-
  Sjóður 05.01.13 1.779.523-

  Síðan voru umræður um skýrslu formanns og gjaldkera, þær bornar undir atkvæði og samþykktar samfhljóða.

 4. Kosning stjórnar.
  Formaður var endurkjörinn með lófataki sem og stjórnarmenn og endurskoðendur.

 5. Lagabreytingar
  Í fundarborði kom fram tillaga um breytingu á 4. grein félagslaga. Grein hljóðar þannig:
  Aðalfundur félagsins skal haldinn fyrir lok október ár hvert og er hann löglegur ef 20 félagsmenn eru mættir. Á aðalfundi skal stjórn félagsins gefa skýrslu um störf félagsins á árininu og legggja fram endurskoðaða reikninga fyrir s.l. ár til úrskurðar.

  Breytingartillagan hljóðar svo:
  Aðalfundur félagsins skal haldinn fyrir lok október ár hvert og er hann löglegur ef löglega er til hans boðað. Á aðalfundi skal stjórn félagsins gefa skýrslu um störf félagsins á árininu og legggja fram endurskoðaða reikninga fyrir s.l. ár til úrskurðar.

  Töluverðar umræður urðu um tillöguna og tóku til máls Henrý Bæringsson, Magnús Reynir Guðmundsson, Snorri Hermannsson o.fl. Niðurstaðan varð sú að eftirfarandi tillaga var borin upp og tekin til atkvæðagreiðslu:
  Aðalfundur félagsins skal haldinn fyrir lok október ár hvert og er hann löglegur ef 10 félagsmenn eru mættir.
  Síðari setning er óbreytt.

  Var tillagan samþykkt svona samhljóða.

 6. Önnur mál
  Henrý kvaddi sér hljóð og gerði að umtalsefni afkomu af þorrablótinu og lagði til að hækka aldurstakmark á boðsmiðum úr 70 ár í 80 ár. Töluverðar umræður urðu um málið og víða komið við. Fram kom að kostnaður við þorrablótin fer vaxandi og sífellt erfiðara að ná endum saman. Niðurstaða fundarins var að fela stjórninni að afgreiða þessa tillögu um hækkun á aldurstakmarki boðsmiða.

Að lokum gaf fundarstjóri formanni orðið. Hún þakkaði sýnt traust og fundarmönnum fyrir góðan fund. Fleira ekki gert og fundið slitið kl. 16:30.

Fundargerð ritaði Einar Hreinsson