Fundargerð aðalfundar 7. nóvember 2010.

Aðalfundur Átthagafélag Sléttuhrepps á  Ísafirði, 7. nóvember 2010, kl. 15:00 


Formaður setti fundinn og gengið var til dagskrár.
  1. Fundargerð síðasta aðalfundar lesin upp og samþykkt.
  2. Inntaka nýrra félaga. Engar tillögur um nýja félaga í ár.
  3. Skýrsla formanns. Formaður gerði grein fyrir starfsemi ársins 2010.
  4. Skýrsla gjaldkera.
  5. Umræður um skýrslu formanns og gjaldkera. 
    • Magnús Reynir Guðmundsson kvað sér hljóðs og þakkaði stjórnum og félögum átthagafélaganna, bæði í Reykjavík og á Ísafirði fyrir þá miklu vinnu sem unnin hefur verið í tengslum við viðhald og viðgerðir á kirkjunni að Stað í Aðalvík. Fagnaði jafnframt auknu samstarfi milli félaganna í Reykjavík og á Ísafirði.
    • Skýrsla formanns og skýrsla gjaldkera samþykktar.
  6. Kosning stjórnar - Stjórnin var endurkjörin sem hér segir.
    • Andrea Sigrún Harðardóttir - formaður
    • Jósef Vernharðsson - varaformaður
    • Einar Hreinsson - ritari
    • Jón Heimir Hreinsson -  gjaldkeri
    • Halldór Antonsson - meðstjórnandi
    • Bergsteinn Gunnarsson -  varamaður
    • Jóna Benediktsdóttir -  varamaður
  7. Kaffi
  8. Önnur mál.
    • Einar Hreinsson sagði frá  þeim verkum sem enn er eftir að vinna varðandi kirkjuna.
    • Kynnt var skýrsla kirkjugarðsnefndar um verkáætlun varðandi viðhald kirkjugarðsins að Stað  í Aðalvík.
    • Rætt var um mikilvægi þess að  koma á fót sambærilegri nefnd sem tæki að sér kirkjugarðinn á Hesteyri en samkvæmt markmiðum kirkjugarðaverkefnisins er ætlunin að huga að báðum görðunum. Tilkoma slíkrar nefndar verður að vera í samráði við landeigendur og hagsmunaaðila á Hesteyri, helst skipuð þeim aðilum, en áhersla lögð á að vinnan færi fram í nafni átthagafélaganna.
  9. Að endingu þakkaði formaður fundarmönnum komuna, þakkaði fyrir sína hönd og stjórnarmeðlima endurkjörið og sleit fundi.