Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík

Aðalfundargestir hlýða á Erling Ásgeirsson kynna Landeigendafélag Sléttu- og Grunnavíkurhrepps
Aðalfundargestir hlýða á Erling Ásgeirsson kynna Landeigendafélag Sléttu- og Grunnavíkurhrepps
1 af 2

Haldinn sunnudaginn 16. janúar 2011.

Brautarholti 4A, 2. hæð.

Sigríður Helga Sigurðardóttir setti fundinn kl. 16.05.

Kosning fundarstjóra – Stungið upp á Hilmari Sölvasyni - samþykkt með lófaklappi.
Stungið upp á Ingva Stígssyni, ritara félagsins, sem ritara aðalfundar - samþykkt með lófaklappi
Fundarstjóri fór fyrst yfir dagskrá aðalfundar.


1. Skýrsla stjórnar.

Sigríður Helga formaður fór yfir starfssemi ársins 2010. Kynnti stjórnarmenn. Þakkaði Sigríður Helga m.a. byggingarnefnd, kaffinefnd og öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóg í vinnuferðum síðustu ára. Sigríður Helga sagði frá velheppnaðir messuferð, en 130 mættu þar. Þá var kynnt ný kirkjugarðsnefnd, nýr vefur, kaup á prestbústaðnum í Aðalvík og fyrirhugaður minningarsjóður Staðarkirkju.

Fundarstjóri stakk upp á að skýrsla stjórnar og reikningar félagsins væru rædd saman og var það samþykkt.

2. Reikningar félagsins.

Gjaldkeri fór yfir rekstrar- og efnahagsreikninga félagsins. 162 búnir að greiða félagsgjöld, 13 hafa ekki enn greitt. Kirkjusjóður er nú í umsjón félagsins fyrir vestan.

Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins voru samþykkt með lófaklappi.

3. Kosning formanns

Sigríður Helga Sigurðardóttir var endurkjörin formaður án mótframboðs.

4. Kosning gjaldkera, ritara og 3 meðstjórnenda.

Fyrri stjórn gaf kost á sér áfram, ekki komu fram fleiri framboð og var hún því sjálfkjörin.
Gjaldkeri: Jónína V. Kristinsdóttir
Ritari: Ingvi Stígsson
Meðstjórnendur:

  • Brynjar Valdimarsson
  • Smári Sveinsson
  • Þorsteinn J. Vilhjálmsson

5. Kosning 2 endurskoðenda reikninga félagsins.

Fyrri endurskoðendur gáfu kost á sér áfram og voru sjálfkjörnir:

  • Ólöf Björnsdóttir
  • Kristín Linda Sveinsdóttir

6. Ákvörðun um árgjald félagsins.

Gjaldkeri mælti fyrir árgjaldi 2011.

Árgjald hefur verið 2.000 kr. síðustu 4-5 ár og lagði stjórn til sama árgjald. Að auki leggst 245kr. innheimtugjald á árgjaldið. 

Fram komu tvær tillögur úr sal um árgjald
  • 3.000 kr. 
  • 2.500 kr. 

Eftir atkvæðagreiðslu var ákveðið að árgjald 2011 yrði 2.500 kr.

7. Önnur mál.

Tillaga til breytingar á lögum félagsins 

Sigríður Helga Sigurðardóttir mælti fyrir eftirfarandi tilögu til breytingu á lögum félagsins:

 1. mgr. 6. gr. orðist svo: 
 „Aðalfundur skal haldinn árlega í janúar og skal boða til hans með minnst 2ja vikna fyrirvara. Reikningsár félagsins skal vera almanaksárið.“

Tillagan var samþykkt samhljóða

Minningarsjóður

Sigríður Helga Sigurðardóttir bar fram eftirfarandi tillögu:

„Aðalfundur haldinn 16. janúar 2011 samþykkir að fela stjórn Átthagafélags Sléttuhrepps að vinna að stofnun minningarsjóðs fyrir kirkjuna á Stað í Aðalvík“

Tillagan var samþykkt samhljóða.

Önnur mál

  • Ingvi Stígsson og Smári Sveinsson fóru yfir viðhaldsverkefni sumarsins í prestbústaðnum á Stað
  • Ingvi Stígsson sýndi nýjan vef Átthagafélagana: www.slettuhreppur.is 
  • Ólöf Björnsdóttir lagði til að skoðað yrði að merkja húsarústir og taka niður GPS-punkta.
  • Sigríður Gunnarsdóttir benti á að ekki væru allir að fá póst frá félaginu. Beindi því stjórnar að málið yrðið skoðað.
  • Sigríður Helga Sigurðardóttir sagði frá fyrirhuguðum atburðum. Þorrablót 5. febrúar í sal Þróttara. Árleg messa í maíbyrjun.
  • Ólöf Björnsdóttir. Hverjir teljast gjaldgengir í LSG? Fundarstjóri vísaði til kynningar á LSG seinna í dagskránni.
  • Guðmundur Vernharðsson benti að það þurfi að liggja skýrt fyrir í hvað megi ráðstafa fjármunum væntanlegs mininningarsjóðs. Nefndi í því sambandi kirkjugarðinn, kirkjuna, prestbústaðinn og skólann.
  • Guðmunda Óskarsdóttir sagði frá því að hún myndi gefa 50 ónúmeraðar og ódagsettar könnur með mynd af Staðarkirkju til viðbótar þeim sem hún gaf í messuferðinni. (Guðmunda gaf 50 númeraðar könnur í messuferðinni í sumar sem voru dagsettar 17. júlí 2010)

Kynning á Landeigendafélagi Sléttu- og Grunnavíkurhrepps

Erling Ásgeirsson, formaður Landeigendafélagis Sléttu- og Grunnavíkurhrepps, kynnti félagið sem stofnað var 10. mars 1973 til að gæta hagsmuna landeigenda við friðlýsingu Sléttuhrepps og hluta Grunnavíkurhrepps. Friðlýsinginu var komið á 1975. LSG tók virkan þátt í vinnuhópi sem fjallaði um svæðið norðan Djúps við undirbúning aðalskipulags Ísafjarðarbæjar 2008-2020.

Landeigendafélagið á 3 af 6 fulltrúum í Hornstrandanefnd sem er ráðgjafarnefnd um friðlandið og gefur m.a. umsagnir um umsóknir um byggingarleyfi. Erlingur fór yfir nokkur dæmi um verkefni Hornstrandanefndar. Erlingur benti svo á vef LSG: www.hornstrandir.is


Myndasýningar

  • Jónína sýndi myndir frá vinnuferð í Staðarkirjku.
  • Ingvi sýndi myndir frá messuferð í Staðarkirkju



Fundarstjóri þakkaði fundarmönnum fyrir fundinn

Fundi slitið kl. 18.30