Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík 17. janúar 2016

Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík 17. janúar 2016

Salur Samiðnar, Borgartúni 30, 6. hæð.

 

Sigríður Helga Sigurðardóttir formaður setti fundinn kl. 15.00. Stakk formaður upp á Guðmundi Vernharðssyni sem fundarstjóra og var það samþykkt með lófaklappi.

 

Fundarstjóri tók við fundarstjórn. Fundarstjóri stakk upp á Ingva Stígssyni sem fundarritara og var það samþykkt með lófaklappi.

 

 1. Skýrsla stjórnar fyrir árið 2015
  Sigríður formaður kynnti stjórn síðasta árs og þakkaði henni fyrir samstarfið. Formaður fór svo yfir störf ársins 2015. M.a. þorrablót, messukaffi og vinnuferð. Þakkið formaður kaffinefnd og vinnumönnum í vinnuferð fyrir sitt vinnuframlag. Unnið er að því að koma upp nefnd fyrir kirkjugarðinn á Hesteyri. Formaður hvatti fólk til að kynna félagið fyrir ættingjum og hvetja þá til að ganga í félagið. Sigríður þakkaði fyrir þann tíma sem hún hefur starfað í stjórn félagsins og sagði frá því að hún gæfi ekki kost á sér að nýju sem formaður.
  Fundarstjóri lagði til að umræða um skýrslu stjórnar væri tekin með umræðu um reikninga félagsins.

 2. Reikningar félagsins
  Jónína Kristinsdóttir gjaldkeri fór yfir reikninga félagsins. Heildartekjur voru 1.465.079 kr. og gjöld 1.542.850 kr. Gjöld umfram tekjur voru 77.771 kr.
  Gjaldkeri fór jafnframt yfir reikninga hússjóðs, kirkjusjóðs og minningarsjóðs. Styrkur fékkst frá Húsafriðunarsjóði vegna vinnu við kirkju.
  Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikninga:
  Ingvi Stígsson sagði frá því að einnig hefði verið samþykktur styrkur vegna vinnu við prestbústað.
  Fundarstjóri lagði til að skýrslu og ársreikningar yrðu samþykktir og var það gert samhljóða.

 3. Kosning formanns
  Ingvi Stígsson var kosinn formaður án mótframboðs með lófaklappi.

 4. Kosning gjaldkera, ritara og 3 meðstjórnenda
  Jónina Kristinsdóttir var endurkosin gjaldkeri án mótframboðs með lófaklappi.
  Unnar Hermannsson var kosinn ritari án mótframboðs með lófaklappi.
  Framboð til 3 meðstjórnenda:
  Bjargey Gísladóttir
  Guðrún Pálsdóttir
  Íris Kristjánsdóttir
  Stefán Betúelsson
  Fundarstjóri stýrði kosningu. Sigrún Þorvarðsdóttir og Jónína Kristinsdóttir sáu um talningu.

  Dagskrárliðnum frestað á með talning stóð yfir og haldið áfram með dagskrá.

 5. Kosning 2 skoðunarmanna
  Kristín Linda Sveinsdóttir og Ólöf S. Björnsdóttir voru endurkosnar án mótframboðs með lófaklappi.

 6. Árgjald félagsins
  Tillaga stjórnar um óbreytt árgjald, 2.500 kr. var samþykkt.

  Gert var stutt fundarhlé meðan beðið var eftir talningarmönnum.

 1. Kosning meðstjórnenda, framhald
  Að lokinni talningu var fundi framhaldið
  28 atkvæði voru greidd og féllu atkvæði þannig:
  Bjargey Gísladóttir 25
  Stefán Betúelsson 25
  Íris Kristjánsdóttir 18
  Guðrún Pálsdóttir 13
  Ógilt atkvæði var 1
  Bjargey, Stefán og Íris hljóta kosningu sem meðstjórnendur.

 1. Önnur mál
  Nýkjörinn formaður þakkaði fráfarandi formanni og meðstjórnenda, þeim Sigríði og Smára fyrir vel unnin störf.
  Greindi formaður jafnframt frá starfinu framundan, þorrablóti 23. janúar, messukaffi í Áskirkju í maí, vinnuferð í júní og messuferð í Aðalvík í lok júní eða júlí.

  Jón Freyr þakkaði Sigríði fráfarandi formanni fyrir vel unnin störf.

Fundi slitið kl. 16:11