Ný DVD mynd: Átthagar
Átthagafélag Sléttuhrepps hefur hafið sölu á DVD disk með mynd Jökuls Jakobssonar og Sigurðar Sverris Pálssonar: Átthagar.
Diskurinn kostar 3.500 kr. Diskinn er hægt að kaupa með því að leggja inn á reikning félagsins: 0116-26-003591, kt. 480182-0149. Diskurinn er afhentur gegn framvísun kvittunar um millifærslu:
- Gróðrastöðinni Mörk, Stjörnugróf 18, opið 9-16 virka daga - www.mork.is
- Merkt, Faxafeni 12, opið 11-18 virka daga - www.merkt.is.
- Einari Hreinssyni á Ísafirði, GSM 894-6313
Nánar ›
Messuferð að Stað í Aðalvík 2013
Átthagafélög Sléttuhrepps á Ísafirði og í Reykjavík stóðu fyrir messuferð að Stað í Aðalvík í sumar. Var góður hópur i messunni. Að messu lokinni var boðið upp á kaffi í prestbústaðnum og var setið í hverju herbergi. Um kvöldið var ball í skólanum.
Frá vinnuferð 2013
Átthagafélög Sléttuhrepps á Ísafirði og í Reykjavík stóðu fyrir vinnuferð að Stað í Aðalvík í sumar. Bíslagið við prestbústaðinn var rifið og nýtt reist í staðinn. Einnig var málað í kirkjunni og baðherberginu í prestbústaðnum. Að auki var kirkjugarðurinn sleginn.
Nánar ›Messuferð í Aðalvík.
Átthagafélög Sléttuhrepps í Reykjavík og á Ísafirði að standa fyrir messuferð að Stað í Aðalvík, laugardaginn 6. júlí n.k. Undanfarin sumur hefur mikil vinna verið lögð í að lagfæra kirkjuna og er hún nú orðin hin glæsilegasta. Athöfnin hefst kl. 14:00. Prestur verður séra Magnús Erlingsson prófastur.
- 4.000 kr. leggurinn - 8.000 kr. báðar leiðir
- 13 ár og eldri: 13.500 fyrir morgunbátinn og kvöldbátinn
- 6-12 ára borga 10.500 kr.
- 6.750 fyrir þá sem fóru með messubát á laugardeginum, annars 7.000 kr. Með fyrirvara um að a.m.k. 10 manns bóki sig.
Ræða Stefáns Þórs Sigurðssonar við messu Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík
Stefán Þór Sigurðsson ættaður frá Skriðu, Látrum, Aðalvík, flutti ræðu við messu Átthagafélags Sléttuhrepps í Áskirkju sunnudaginn 5. maí.
Nánar ›Vinnuferð í prestbústaðinn í Aðalvík
Bygginganefnd Átthagafélagana stefnir að vinnuferð í sumar. Fyrirhugað er að sinna viðhaldi á prestbústaðnum. Félagið greiðir fyrir siglingu í og úr Aðalvík og sér um allan mat. Gist er í prestbústaðnum. Stefnt er að fyrri hluti ferðarinnar verði dagana 7.-10. júní og seinni hlutinn 14.-19. júní.
Í fyrri hlutanum verður bíslagið rifið og grafið fyrir hleðslu. Efni verður einnig flutt. Stefnt er að því að sigla í Aðalvík að morgni föstudagsins 7. júní. Til baka verður farið mánudaginn 10. júní.
Í seinni hlutanum verður hlaðið undir nýtt bíslag. Nýtt bíslag reist. Hurðir verða settar upp í baðherbergi og unnið að fleirum verkefnum. Siglt verður í Aðalvík eftir hádegi föstudaginn 14. júní og til baka 19. júní.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt geta haft samband við Ingva Stígsson, sími: 862-0724.
Messa og kirkjukaffi í Áskirkju 5. maí 2013
Hin árlega messa Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík verður í Áskirkju sunnudaginn 5. maí n.k. kl. 14:00 og kaffi í safnaðarheimilinu á eftir. Þar ætlum við að eiga notalega stund saman í kirkjunni og í safnaðarheimilinu á eftir messu.
Nánar ›Átthagafélag Sléttuhrepps keppir við Skaftfellingafélagið 21. mars
Fimmtudaginn 21. mars keppir Átthagafélag Sléttuhrepps við Skaftfellingafélagið í spurningakeppni átthagafélagana. Fyrir hönd Sléttuhreppinga keppa Ólafur Helgi Kjartansson, Harpa Henrýsdóttir og Hjalti Magnússon.
Nánar ›Átthagafélag Sléttuhrepps keppir við Súgfirðingarfélagið 7. mars
Fimmtudaginn 7. mars keppir Átthagafélag Sléttuhrepps við Súgfirðingafélagið í spurningakeppni átthagafélagana. Fyrir hönd Sléttuhreppinga keppa Ólafur Helgi Kjartansson, Harpa Henrýsdóttir og Hjalti Magnússon.
Nánar ›