Loading...

Fréttir frá Átthagafélaginu

Aðalfundur Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík 2014

Aðalfundur félagsins verður haldinn sunndaginn 26. janúar 2014, klukkan 15:00 í sal Garðyrkjufélags Íslands, Síðumúla 1 - gengið inn frá Ármúla, 1. hæð.

 

Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf. Stjórn félagsins leggur fram tillögu til breytinga á lögum félagsins.

Nánar ›

Ný DVD mynd: Átthagar

Átthagafélag Sléttuhrepps hefur hafið sölu á DVD disk með mynd Jökuls Jakobssonar og Sigurðar Sverris Pálssonar: Átthagar

 

Diskurinn kostar 3.500 kr. Diskinn er hægt að kaupa með því að leggja inn á reikning félagsins: 0116-26-003591, kt. 480182-0149. Diskurinn er afhentur gegn framvísun kvittunar um millifærslu:

  • Gróðrastöðinni Mörk, Stjörnugróf 18, opið 9-16 virka daga -  www.mork.is
  • Merkt, Faxafeni 12, opið 11-18 virka daga -  www.merkt.is.
  • Einari Hreinssyni á Ísafirði, GSM 894-6313

 

Nánar ›

Messuferð að Stað í Aðalvík 2013

Átthagafélög Sléttuhrepps á Ísafirði og í Reykjavík stóðu fyrir messuferð að Stað í Aðalvík í sumar. Var góður hópur i messunni. Að messu lokinni var boðið upp á kaffi í prestbústaðnum og var setið í hverju herbergi. Um kvöldið var ball í skólanum.

Myndir úr messuferðinni.

Frá vinnuferð 2013

Átthagafélög Sléttuhrepps á Ísafirði og í Reykjavík stóðu fyrir vinnuferð að Stað í Aðalvík í sumar. Bíslagið við prestbústaðinn var rifið og nýtt reist í staðinn. Einnig var málað í kirkjunni og baðherberginu í prestbústaðnum. Að auki var kirkjugarðurinn sleginn.

Nánar ›

Messuferð í Aðalvík.

Átthagafélög Sléttuhrepps í Reykjavík og á Ísafirði að standa fyrir messuferð að Stað í Aðalvík, laugardaginn 6. júlí n.k. Undanfarin sumur hefur mikil vinna verið lögð í að lagfæra kirkjuna og er hún nú orðin hin glæsilegasta. Athöfnin hefst kl. 14:00. Prestur verður séra Magnús Erlingsson prófastur. 

 
Að messu lokinni verður kirkjugestum boðið í kaffi á prestssetrinu. Um kvöldið verður svo dansað og sungið í gamla skólanum og hefst fjörið um kl. 20. 
 
Ferðir verða frá Ísafirði á laugardeginum, kl. 9:00 og til baka frá Sæbóli kl. 23:30. 
 
Boðið verður upp á ferð frá Látrum á laugardagsmorgni eftir að búið er að setja farþega frá Ísafirði í land á Sæbóli og til baka um kvöldið áður en báturinn fer til Ísafjarðar.
 
Einnig verður boðið upp á ferð til Ísafjarðar frá Sæbóli sunnudaginn 7. júlí með báti sem fer frá Ísafirði kl. 18.
 
Verð:
Látrar - Sæból
  • 4.000 kr. leggurinn - 8.000 kr. báðar leiðir
 
Hringferðagjald fyrir morgunbátinn og kvöldbátinn 6. júlí:
  •  13 ár og eldri: 13.500 fyrir morgunbátinn og kvöldbátinn 
  •  6-12 ára borga 10.500 kr.
 
Sunnudagurinn 7. júlí. 
  • 6.750 fyrir þá sem fóru með messubát á laugardeginum, annars 7.000 kr. Með fyrirvara um að a.m.k. 10 manns bóki sig.
 
Pantanir hjá Vesturferðum í síma 456-5111. Greiða þarf ferðina um leið og bókað er. 
 
Áætlunarferðir til og frá Aðalvík eru þriðjudaga og laugardaga frá Ísafirði og mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá Bolungarvík. Nánari upplýsingar um áætlunarferðir veita:

Vinnuferð í prestbústaðinn í Aðalvík

Bygginganefnd Átthagafélagana stefnir að vinnuferð í sumar. Fyrirhugað er að sinna viðhaldi á prestbústaðnum. Félagið greiðir fyrir siglingu í og úr Aðalvík og sér um allan mat. Gist er í prestbústaðnum. Stefnt er að fyrri hluti ferðarinnar verði dagana 7.-10. júní og seinni hlutinn 14.-19. júní.

Í fyrri hlutanum verður bíslagið rifið og grafið fyrir hleðslu. Efni verður einnig flutt. Stefnt er að því að sigla í Aðalvík að morgni föstudagsins 7. júní. Til baka verður farið mánudaginn 10. júní.

Í seinni hlutanum verður hlaðið undir nýtt bíslag. Nýtt bíslag reist. Hurðir verða settar upp í baðherbergi og unnið að fleirum verkefnum. Siglt verður í Aðalvík eftir hádegi föstudaginn 14. júní og til baka 19. júní.


Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt geta haft samband við Ingva Stígsson, sími: 862-0724.

Messa og kirkjukaffi í Áskirkju 5. maí 2013

Hin árlega messa Átthagafélags Sléttuhrepps í Reykjavík verður í Áskirkju sunnudaginn 5. maí n.k. kl. 14:00 og kaffi í safnaðarheimilinu á eftir. Þar ætlum við að eiga notalega stund saman í kirkjunni og í safnaðarheimilinu á eftir messu.

Nánar ›