Loading...

Gönguleiðir

Gönguleiðir í og að Hornstrandafriðlandi

Hvernig má fara um friðlandið?

Samkvæmt friðlýsingu er gangandi fólki heimilt að fara um svæðið og takmarkar það almannarétt að nokkru leiti. Það er t.d. ekki heimild í friðlýsingunni til að fara ríðandi eða hjólandi. Umhverfisstofnun getur sett nánari reglur um umferð um friðlandið. (4. gr. friðlýsingar)

Ferðamenn skulu fara eftir merktum leiðum og skipulögðum stígum og vegum. (17. gr. laga um náttúruvernd)

Ferðamenn eru hvattir til að sleppa því að nota göngustafi og gæta þess hvernig og hvar þeir eru notaðir ef ekki er hjá því komist. (tilmæli til ferðaþjónustuaðila)

Mest allt land innan friðlandsins er eignarland. Ferðamenn eiga að sýna landeigendum fulla tillitssemi, virða hagsmuni þeirra, fylgja leiðbeiningum og fyrirmælum þeirra varðandi ferð um landið. Fólk í húsum sínum á rétt til friðhelgi einkalífs og ekki á t.d. að leggjast á glugga húsa. (17. gr. laga um náttúruvernd)