Loading...

Gönguleiðir

Veiðileysufjörður

Á Þrætuparti er kamar og smávegis tjaldstæði. Þar er einning lendingin þegar náð er í ferðamenn eða komið með þá.

Í Veiðileysufirði getur snemmsumars legið móður í fjörunni
Í Veiðileysufirði getur snemmsumars legið móður í fjörunni

Gönguleiðin liggur inn fjörðinn og upp úr Veiðileysudal. Göngustígurinn getur á köflum verið ógreinilegur.

Hoft til baka yfir Veiðileysufjörð
Hoft til baka yfir Veiðileysufjörð

Ofarlega má fylgja vörðum sem liggja að Hafnarskarði. Skarðið liggur í 519 metra hæð. Oftast er snjór beggja vegna skarðsins og sé farið snemmsumars þarf e.t.v. að sparka spor á uppleið og nota hælana á niðurleið.

Horft upp í Hafnarskarð á leið upp úr Veiðileysufirði
Horft upp í Hafnarskarð á leið upp úr Veiðileysufirði

Í Hafnarskarði liggur oft  þoka
Í Hafnarskarði liggur oft þoka

Úr Hafnarskarði sést vel yfir Hornvík og Veiðileysufjörð í góðu veðri. Frá Hafnarskarði er varðað niður undir Víðirshlíð. Komið er niður á láglendið rétt innan við húsið í Höfn. Þaðan er fylgt stíg að tjaldstæðinu þar sem er landvarðarhús og vatnssalerni. Snemmsumars þarf að nota kamarinn.

Hoft yfir Hornvík úr Hafnarskarði
Hoft yfir Hornvík úr Hafnarskarði